fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Hlutur endurskoðendanna

Egill Helgason
Mánudaginn 19. september 2011 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn hlutur er furðu sjaldan nefndur varðandi hrunið – það er þáttur endurskoðendanna.

Þeir störfuðu undir fínum nöfunum eins og PwC, Deloitte og KPMG – og skrifuðu upp á skýrslur sem voru úr öllum tengslum við raunveruleikann.

Endurskoðendur eiga að stíga á hemlana ef rekstur fyrirtækja er að fara út yfir viðurkennd mörk. Það gerðu þeir ekki hérna – þvert á móti, þeir mökkuðu með.

Hér er athyglisverð frétt um hvernig stjórnarformaður PWC hefur neitað að koma í skýrslutöku hjá slitastjórn Landsbankans. Það þarf að draga hann til að gafa skýrslu með dómsúrskurði.

Svo er makalaust hvernig endurskoðendabransinn flýtur ofan á. Endurskoðendur unnu við að fegra bókhald fjármálastofnanna fyrir hrun. Eftir hrun vinna þeir við að sortera í gegnum rústirnar – hjá þeim er allt í blóma.

Þarf að minna á að endurskoðunarfyrirtækið Arthur Andersen leið undir lok við hrun Enron – það hafði tekið þátt í að kokka bækurnar í þeirri miklu svikamyllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði