Öldungurinn Robert Z. Aliber varð frægur á Íslandi þegar hann kom hingað í maí 2008 og spáði falli íslensku bankanna. Mörgum brá í brún – ein sagan segir að Aliber hafi séð alla byggingakranana sem voru á lofti í Reykjavík og komist að þeirri niðurstöðu að kerfið hlyti að vera feigt.
Aliber er nefnilega sérfræðingur í efnahagsbólum. Hann er prófessor emeritus við háskólann í Chicago, er nýbúinn að gefa út endurskoðaða útgáfu á bók sem nefnist Manias, Panics and Crashes og þar er heilmikið fjallað um Ísland.
Aliber verður gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Þar ræðir hann um efnahagsbóluna sem virðist ferðast um heiminn, leiðir til að koma böndum á fjármálakerfið, skuldakreppuna, Kína, Bandaríkin, Evrópu og Ísland.
Af öðrum gestum í þættinum má nefna Ársæl Valfells, Ölmu Jennýu Guðmundsdóttur, Sigríði Víðis Jónsdóttur og Marinó G. Njálsson.