Það var hífandi rok, flóð og öldugangur út við Gróttu áðan. Ekki gengt út að vitanum. Faxaflóinn var óárennilegur, en tignarlegur á að líta með grænfyssandi öldum. Birtan eins og hún er á svona dögum, köld og glær – það vantar alveg hlýju og mildi sumarsins.