Nú magnast deilur um landsdóminn yfir Geir Haarde.
Tryggvi Þór Herbertsson skrifaði í gær og bar saksóknarann, Sigríði Friðjónsdóttur, saman við Lavrenti Beria – sérlegan lögreglumann Stalíns.
Og í dag skrifar Þorsteinn Pálsson grein í Fréttablaðið og er á svipuðum slóðum – hann ber þetta saman við sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum og þá sérstaklega réttarhöldin yfir Búkharín 1938.
En Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar á Facebook síðu sína:
„Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“