Þetta gæti orðið framtíðin í kvótaumræðunni. Hvert einasta útvegsmannafélag á landinu kemst í fréttirnar með málflutning sinn. Og líka sveitarstjórnarmenn sem eru undir miklum þrýstingi frá kvótahöfum. Þessir aðilar hafa stöðu sem veldur því að aðgangur þeirra að fréttum er mjög greiður.
En þeir sem vilja breytingar á kerfinu hafa fæstir slíka stöðu, jafnvel þótt þeir séu í meirihluta meðal landsmanna.
Að þessu leyti gæti þetta orðið nokkuð ójafn leikur. Það er til dæmis ekki víst að sjónarmið eins og þessi fái mikið rúm.