fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Ásmundur Einar í Framsókn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. júní 2011 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef talið nokkuð víst að Vinstri grænir muni klofna fyrir næstu kosningar. Að Lilja Mósesdóttir muni standa fyrir framboði á vinstri vængnum sem myndi taka mikið fylgi frá Vinstri grænum.

Lilja hefur sýnt að hún hefur burði til þess – og hún nýtur mikilla vinsælda.

Einhvern veginn hefði ég haldið að Ásmundur Einar Daðason myndi fara með henni, en svo er ekki. Hann er genginn í Framsóknarflokkinn.

Kannski á hann ágætlega heima þar, Ásmundur er maður sem fyrst og fremst horfir til nokkuð þröngra hagsmuna bænda. Og líklega er hann ekkert sérlega vinstri sinnaður, þótt afi hans, Einar á Lambeyrum í Laxárdal, hafi verið þekktur sósíalisti.

Halldór Ásgrímsson ætlaði að gera Framsókn að frjálslyndum miðjuflokki sem nyti fylgis í þéttbýlinu. Það mistókst – og það verður að segjast eins og er að Halldór var ekki gifturíkur formaður.

Nú er flokkurinn kominn á allt aðrar slóðir. það virðist einsýnt að hann muni hneigjast meira til þjóðernishyggju og dreyfbýlis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi