Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segir að sú tillaga Vinstri grænna og Lilju, Ásmundar og Atla að ganga úr Nató sé fullkomlega fáránleg.
En hvað er fáránlegt við að vilja ekki vera í hernaðarbandalagi sem fer með hernaði víða um heim, var aldrei samþykkt af Íslendingum í almennri atkvæðagreiðslu og er sífellt að breyta markmiðum sínum.
Er eitthvað fáránlegra að vera á móti veru í þessu bandalagi en til dæmis því að vera í Evrópusambandinu?
Menn þurfa ekki að vera sammála þessari tillögu, en hún er ekki fáránleg. Þvert á móti er þetta mjög lýðræðislegt. Það er ekkert sjálfgefið við að Ísland – friðsælasta land í heimi – sé í Nató um aldur og ævi þótt þjóðinni hafi verið komið þangað inn á sínum tíma.