fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Eðlileg tillaga

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. maí 2011 00:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri græn ásamt Lilju, Ásmundi og Atla leggja fram tillögu um úrsögn Íslands úr Nató.

Ég hef áður sagt að það sé ekkert óeðlilegt að látið sé á þetta reyna. Íslendingum var troðið inn í Nató á sínum tíma með afskaplega ólýðræðislegum hætti. Líklega var þá ekki meirihluti þjóðarinnar fyrir inngöngunni.

Nató var í Kalda stríðinu hernaðarbandalag vestrænna þjóða. Hafði vissulega sína þýðingu. Síðarmeir skapaðist meirihluti hér fyrir verunni í bandalaginu, en deilurnar við inngönguna sviðu alltaf. Margir upplifðu hana sem svik.

Nú hefur Nató söðlað um. Bandalagið hefur lengi verið í leit að tilgangi sem hvarf við fall kommúnismans. Í staðinn er bandalagið farið að stunda hernað í Afganistan og Líbýu. Íslendingar hafa aldrei verið spurðir um hvort þeir vilji taka þátt í slíku.

Það er ólíklegt að þessi tillaga fái mikið fylgi á þingi, og kannski kemst hún seint á dagskrá, en hún er í hæsta máta eðlileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi