Kannski verður ekki kosið á Íslandi fyrr en í lok þessa kjörtímabils – ríkisstjórnin mun gera allt til að missa ekki völdin.
Draumur Samfylkingarinnar er að kosningar um Evrópusambandsaðild renni upp skömmu fyrir þingkosningar, svo Sjálfstæðisflokkurinn kofni í málinu.
En það er að myndast stórt gat í stjórnmálunum hérna.
Vinstrið er þéttpakkað með Samfylkinguna, Vinstri græna og stjórnmálaafl sem væntanlega verður til í kringum Lilju Mósesdóttur.
Það er sífellt verið að toga Sjálfstæðisflokkinn í átt til hins þjóðernissinnaða hægris og þangað leitar Framsóknarflokkurinn líka.
Gatið er á miðjunni eða svona rétt hægra megin við hana. Heilmikið af kjósendum staðsetja sig þar, en það er enginn stjórnmálaflokkur sem höfðar til þeirra.