fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Flokkarnir og Evrópumálin

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. maí 2011 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er náttúrlega langsótt hjá Jóhönnu að öfl úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn fari að stofna nýjan flokk með Samfylkingunni.

Hins vegar er vel hugsanlegt að hér gæti orðið til flokkur aðeins hægra megin við miðju sem væri Evrópusinnaður – flokkur sem væri áþekkur Venstre í Danmörku.

Þar er stóra eyðan í íslenskum stjórnmálum. Þangað gæti líka farið fólk úr Samfylkingunni og fólk sem hefur ekki fundið sér flokka – það er engin ástæða til að hringja alltaf í Þorstein Pálsson þegar rætt er um slíkan flokk.

Hins vegar er þetta ekki alveg út í bláinn hjá Jóhönnu að því leyti að Evrópumálin eiga eftir að reyna mjög á Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þau gætu jafnvel klofið báða flokkana. Evrópusinnum er varla vært þar inni.

Margt bendir til þess að samninganefnd Íslands gæti komið með ágætan samning heim – þar sem væri þokkaleg úrlausn á helstu ágreiningsmálunum, sjávarútvegi, landbúnaði og gjaldmiðli.

Það mun reyna enn meira á þessa flokka – þau rök sem hafa mest verið notuð upp á síðkastið, að ESB sölsi undir sig auðlindir og að aðild myndi eyðileggja fyrir okkur tækifæri á norðurslóðum, standast ekki mikla skoðun.

Þau lönd sem við berum okkur helst saman við í Evrópu eru líka búin að ná góðum efnahagsbata – það þýðir ekki benda endalaust á lönd sem algjörlega klúðruðu efnahag sínum eins og Írar og Grikkir. Á meðan dragast lífskjörin á Íslandi aftur úr.

Það er semsagt ekki ólíklegt að fylgi við aðild aukist á næstunni – og það vita andstæðingar hennar. Þeir náðu hins vegar ekki að rjúfa ferlið með því að koma því til leiðar að aðildarviðræðum yrði hætt – og nú er það um seinan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi