fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Að þykja vænt um ríkið

Egill Helgason
Laugardaginn 28. maí 2011 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum með velferðarkerfi sem enginn hefur áhuga á að borga inn í en allir eru að reyna að ná einhverju út úr,“ sagði Gunnar Smári Egilsson í útvarpi í morgun. Hann er tekinn við sem formaður SÁÁ.

Og það er rétt hjá honum, Íslendingum hefur aldrei verið gefið að borga skatta með glöðu geði. Það er nefnilega einn lykillinn af velferðarríkjum í Skandinavíu að almenningur borgar sína skatta og telur það ekki sérstaklega eftir sér.

Ekki skánaði ástandið á Íslandi við hina miklu frjálshyggjuvæðingu samfélagsins síðustu tvo áratugi. Þá var talað um ríkið eins og það væri af hinu illa – og það gæti ekki verið öðruvísi. Hugmyndin var að ríkið væri óvinur sem helst ætti að kveða í kútinn.

Það er heldur fáfengilegt viðhorf í samfélagi þar sem við leggjum svo mikið til ríkisins og tökum svo mikið frá því til baka. Páll Skúlason heimspekingur gerðist meira að segja svo djarfur að halda því fram fyrir stuttu að við ættum að láta okkur þykja vænt um ríkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi