fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Tannskemmdir sem auðlind

Egill Helgason
Föstudaginn 27. maí 2011 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknisstarfið er dálítið sérstakt. Læknar eiga nefnilega vilja að þeir séu óþarfir. Allir séu heilir heilsu og þurfi helst ekki á neinni læknishjálp að halda.

Það er betra að verða ekki veikur en að þurfa að láta lækna sig.

Læknar hljóta að vera á einu máli um þetta.

Það hafa orðið makalausar framfarir í læknislistinni, ekki bara með tilkomu sýklalyfja, bólusetninga, fullkomnari tækjum og þekkingu, heldur líka með uppgötvunum eins og þeirri að magasárin sem voru alla lifandi að drepa fyrir nokkrum áratugum væru orsökuð af bakteríum, ekki streitu. Þegar ég var ungur var ennþá verið að taka heilu og hálfu magana úr fólki.

Eins er það með hjartaþræðingarnar, nú er hægt að bjarga mannslífum og bæta lífsgæði með tiltölulega einfaldri aðgerð.

En á móti þá lifir fólk lengur og það eru komnir alls kyns lífsstílssjúkdómar – eins og það kallast – sem veldur því að álagið á heilbrigðiskerfið eykst fremur en hitt. En í Afríku er fólk ennþá að deyja úr gömlu sjúkdómunum, malaríu, kóleru, blóðkreppusótt, niðurgangi – og svo auðvitað alnæmi.

Eins og segir, það er gott að geta leitað til góðra lækna, en í hinum allrabesta allra heima eru læknar óþarfir.

Eins er þetta með tannlækna – sem eru auðvitað læknar líka. Best er að allir bursti tennurnar og séu alveg lausir við tannskemmdir. Svoleiðis er það því miður ekki.

En það er ekki þar með sagt að menn þurfi að líta á tannskemmdir í börnum sem einhvers konar auðlind.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi