Það má segja að tvíburar úr Samfylkingunni séu búnir að blása sjávarútvegsfrumvörpunum nýju út í hafsauga.
Kristján Möller og Sigmundur Ernir.
Þeir eru báðir að norðan, úr kjördæmi þar sem kvótaeigendur eru mjög öflugir.
Sigmundur hefur af mörgum vera býsna hallur undir stefnu Sjálfstæðisflokksins í mörgum málum.
En Kristján mun aldrei fyrirgefa að hafa verið settur út úr ríkisstjórn.
Með þessa afstöðu þeirra hefur málið ekki þingmeirihluta, nema einhverjir stjórnarandstæðingar leggi því lið. Það gætu náttúrlega verið Lilja, Ásmundur Daði og Atli Gíslason – eða einhverjir úr Framsóknarflokknum.
Hreyfingin er hins vegar með miklu róttækara frumvarp sem gengur út á innköllun alls kvótans.
Kvótamálin eru semsagt í mikilli flækju, og spurning hvort hún sé ekki einfaldlega óleysanleg.