Skoðanakannanir hafa um langt skeið sýnt að andstaða við kvótakerfið er nokkuð stöðug. Í dag kom enn ein skoðanakönnunin sem sýnir að hún er í kringum 70 prósent.
Harðvítugur áróður hefur ekki hreyft þessa tölu.
Í þeirri margumtöluðu lýðræðisvæðingu sem er á Íslandi – með tveimur nýafstöðnum þjóðaratkvæðgreiðslum – hlýtur sú krafa að vera uppi að fundin sé lausn á þessu máli sem meirihluti þjóðarinnar getur sætt sig við.
Annars má segja að mörg ummæli og heitstrengingar í þingræðum og á opinberum vettvangi undanfarið hafi heldur litla innistæðu.