fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Klíkur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. maí 2011 00:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klíkur hafa lengi verið ein ógæfa Íslands. Tvær klíkur börðust af mikilli heift á árunum fyrir hrun. Báðar voru ofboðslega frekar.

Í báðum klíkunum eru hrunvaldar og hrunverjar.

Þessi átök halda áfram, nú i bók eftir Björn Bjarnason. Nú skal enn gerð  tilraun til að koma að „réttum“ söguskilningi.

Vandinn er bara sá að það slettist á marga sem tóku lítinn eða engan þátt  í þessu stríði.

Meðan það stóð yfir gerðust ýmsir hlutir sem hefði betur mátt huga að. Bankarnir voru einkavæddir og uxu samfélaginu algjörlega yfir höfuð. Það var lagður grunnur að algjöru hruni efnahagslífsins. Það var farið ránshendi um meira eða minna öll verðmæti í samfélaginu án þess að ríkisstjórn, eftirlitsstofnanir eða Seðlabanki aðhefðust – eða með samþykki þessara aðila. Jú, Baugsmenn voru slæmir, en það var fullt af öðru liði á kreiki.

Í bók Björns birtast ábyggilega ummæli eftir marga sem verða túlkuð í neyðarlegu ljósi. Jú, einhver sagði eitthvað einhvern tíma. Einhverjir verða ábyggilega uppnefndir.

En staðreyndin er samt sú að báðar þessar klíkur fóru skelfing illa að ráði sínu – og þær bera báðar ábyrgð á því að fór sem fór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi