Kári fór sem prestur á Öskudagsskemmtunina í skólanum í dag.
Í svörtum jakkafötum, með kraga, kross og yfirvaraskegg sem var límt á efri vörina.
Á leiðinni í skólann fór þetta að breytast aðeins, þá var hann orðinn særingamaður.
Og eftir að hann var búinn að leika sér með vinum sínum í dag, í snjónum í prestbúningnum tilkynnti hann að hann væri ninja-prestur.