Íslendingar mega eiga eitt, og það nefna erlendir blaðamenn sem ég ræði við oft við mig. Síðast reyndar í gær.
Við höfum gengið rösklegar til verks en aðrar þjóðir við að rannsaka ófarir fjármálakerfisins.
Víða hefur reyndar ekki verið gert neitt. Í Bandaríkjunum er talað um að Bernie Maddoff hafi verið eins konar syndaselur, fall guy, fyrir all sýstemið.
Það var spurt á Óskarsverðlaunahátíðinni hvers vegna ekki væri búið að loka Wall Street inni.
Í Bretlandi hefur lítið verið gert – enda er fjármálahverfið City einhver stærsta fjármagnsparadís í heimi.
Nema þar sem Íslendingar koma að máli.
Í morgun voru fjármálamenn handteknir í London, Tscenguiz-bræður, Sigurður Einarsson, Ármann Þorvaldsson – það er liður í rannsókn á íslenskum banka.
Það er athyglisvert.