fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Trúboðsferð til vesturheims

Egill Helgason
Mánudaginn 7. mars 2011 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessu myndbandi má finna fréttir af för Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ísland, í Páfagarð.

Ólafur segir frá því að ferð Guðríðar Þorbjarnardóttur til Ameríku hafi í aðra röndina verið trúboðsferð, enda hafi hún haft presta í föruneyti sínu.

Þetta er áréttað í frétt á vefnum forseti.is. Þar segir meðal annars.

„Á fundi forseta og Benedikts páfa var rætt um mikilvægi Íslendingasagna í sögu kristinnar trúar og hvernig landafundir í Vesturheimi hefðu á sínum tíma fært trúna til nýrrar heimsálfu mun fyrr en almennt hefur verið talið. Forseti flutti páfa einnig kveðjur frá biskupi kaþólskra á Íslandi, prestum kirkjunnar og félagi leikmanna en forseti átti fund með forsvarsmönnum safnaðarins á Bessastöðum áður en hann fór til Rómar.

Þá var á fundinum fjallað um hvernig Vínlandssögurnar lýsa ævi Guðríðar og um einstæðan sess hennar í sögu kristinnar trúar. Nefndi páfi að ævi hennar sýndi hinn kristna heim fyrir þúsund árum í nýju ljósi enda yrði styttunni af Guðríði fundinn veglegur staður í Páfagarði.“

Með í för til Vatíkansins var meðal annars fólk af Snæfellsnesi. Á myndinni má meðal annars þekkja útgerðarmanninn Guðmund Kristjánsson í Brimi. Og að hætti nútímalegra stofnana hafa konur á myndinni höfuðföt til að hyja hausinn á sér.

snaefellingar-hja-pafa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni