Charlie Brooker skrifar í Guardian um skemmtikrafta sem hafa troðið upp fyrir Gaddafi-fjölskylduna í Líbýu.
Hann nefnir Mariah Carey, hjónin Jay Z og Beyoncé, Usher og Lionel Ritchie.
Eitthvað af þessu fólki virðist þó hafa skammast sín.
Það virðist þó ekki vera tilfellið með rapparann 50 cent sem lét búa til sérstakan tölvuleik upp úr þessari reynslu sinni.
Það er næstum eins og 50 cent sé fábjáni, segir Charlie Brooker.
Ég vona að minnið sé ekki að svíkja mig, en var það ekki einmitt 50 cent sem skemmti í frægri afmælisveislu Björgólfs Thors á Jamaíka?