fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Alþýðleg og skemmtileg gamanmynd

Egill Helgason
Mánudaginn 7. mars 2011 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Okkar eigin Osló er skemmtileg og alþýðleg kómedía úr íslenskum samtíma.

Það er til marks um kraft í menningunni – og kvikmyndagerðinni – að svona myndir skuli vera framleiddar.

Myndin lýsir fólki sem er kunnuglegt og aðstæðum sem hvert og eitt  okkar getur sett sig í. Ég segi að hún sé alþýðleg, en það er í bestu merkingu þess orðs. Hingað til er það Þráinn Bertelsson sem hefur komist næst því að búa til manneskjulegar myndir af þessu tagi, ég á við bíómyndina Magnús og sjónvarpsþáttaröðina Sigla himinfley.

Þetta er skemmtilega leikin mynd og persónurnar verða hugstæðar – hinn óframfærni verkfræðingur sem Þorsteinn Guðmundsson leikur og óheppna bankakonan sem Brynhildur Guðjónsdóttir leikur.

Laddi er svo alveg stórkostlegur í hlutverki harmonikkuleikarans Havels.  Maður skellir upp úr í hvert skipti sem hann birtist.

Þessi mynd á ekki eftir að sigra heiminn – enda held ég ekki að það tilgangurinn með henni – en ég er illa svikinn ef hún verður ekki feiki vinsæl á heimamarkaðnum. Maður gæti líka hugsað sér að sjá eitthvað af þessu tagi í sjónvarpi.

69460_167605299917052_167134003297515_569571_859007_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni