Ég er á því að Silfrið hafi verið býsna efnismikið hjá mér í gær.
Í því voru hlutir sem kannski fóru fram hjá fólki.
Eitt af því voru orð Silju Báru Ómarsdóttur, sem er einn kjörinna fulltrúa á stjórnlagaþingið. Silja sagði að hún væri á báðum áttum með að taka sæti í stjórnlagaráðinu sem nú er fyrirhugað.
Hún sagði að ef hún ætti að taka þátt í því vildi hún að yrði tryggt að tillögur stjórnlagaráðsins yrðu sendar til þjóðarinnar – þ.e. að þær yrðu teknar fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eiríkur Bergmann Einarsson var einnig kjörinn á stjórnlagaþingið og hann var líka gestur í þættinum. Hann sagðist vera á sama máli og Silja Bára. Stjórnlagaráðið þyrfti að geta komið tillögum sínum til þjóðarinnar.