Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, verður gestur í Silfri Egils í dag.
Uffe ræðir ýmis mál, Evrópusambandið, uppreisnina í Miðausturlöndum, innflytjendapólitík í Danmörku og svo auðvitað íslensk málefni.
Uffe er í fullu fjöri, hann bloggar reglulega á vef Berglingske og kemur fram í sjónvarpi, meðal annars í vinsælum þáttum þar sem hann ræðir alþjóðamál við gamlan leiðtoga jafnaðarmanna, Mogens Lykketoft.
Hann er mikill Íslandsvinur, kemur til Íslands á hverju sumri til að veiða lax og þekkir vel til stjórnmála á Íslandi.