fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Norðurlandakrónikka

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. mars 2011 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sat á fundi þar sem blaðamenn frá Norðurlöndunum gerðu grein fyrir þeim málum sem ber hæst í hverju landi.

Ég er eiginlega á þeirri skoðun eftir fundinn að Norðurlönd séu eins konar resarvat – griðland. Staður þar sem eru í raun sáralítil vandamál – allavega ef borið er saman við aðra staði í heiminum.

Í Danmörku eru að koma kosningar. Það er enn verið að tala um innflytjendamál – ég fæ varla séð að það sé vandamál sem þarf að hafa miklar áhyggjur af. Hins vegar hafa sumir Danir miklað þetta óskaplega fyrir sér. Einnig er spurt hvort rétt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um evruaðild meðfram kosningunum, en það verður varla raunin.

Í Noregi er ríkisstjórn Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins heldur óvinsæl. Nú er það ekki Framfaraflokkurinn sem stækkar á kostnað stjórnarflokkanna, heldur gamli hægriflokkurinn sem nefnist einfaldlega Hægri. Eitt stærsta málið innan stjórnarinnar er olíuvinnsla við Lófóten. Verkamannaflokkurinn er hallur undir hana og er undir þrýstingi frá sveitarstjórnarmönnum úr eigin röðum, frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum, en sósíalistarnir eru á móti. Minnir meira en lítið á álversumræðurnar á Íslandi.

Og í Noregi er reyndar líka deilt um risastóra álverksmiðju sem Alcoa vill reisa í Finnmörku og knýja með gasi úr Barentshafi. Í því máli eru hinar pólitísku línur svipaðar og í deilunum um olíuna – og í deilum um álver á Íslandi.

Í Finnlandi eru líka að koma kosningar. Þar snýst allt þessa dagana um flokk hinna Sönnu Finna undir stjórn Timo Soini, en flokkurinn er farinn að nálgast tuttugu prósent í skoðanakönnunum. Það þýðir að erfitt verður að halda honum utan ríkisstjórnar. Sönnu Finnarnir eru ekki rasistar eins og Svíþjóðardemókratarnir, en hins vegar eru þeir á móti elítum og því sem er kallað stjórnmálastéttin. Kosningarnar í Finnlandi verða ekki rafrænar í þetta sinn, en síðustu sveitarstjórnakosningar í landinu voru rafrænar og mistókust herfilega þótt þær hafi ekki verið dæmdar ógildar.

Svo er það Svíþjóð. Þar í landi er ógurlegur hagvöxtur um þessar mundir og líklega er Svíþjóð það land í Evrópu sem er að koma best undan kreppunni. Ég skrapp yfir til Svíþjóðar í dag. Las blað sem er dreift ókeypis á Eyrarsundssvæðinu. Aðalfréttin var um stúlku sem hafði hjálpað til að koma upp um reiðhjólaþjófa en næststærsta fréttin var um hvaða brögð af ís yrðu vinsælust í sumar.

Það er samt kalt og ekkert sem minnir á vorið hér við sundið.

Scandinavia_M2002074

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni