fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Ein þeirra bestu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. mars 2011 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég gekk fram á mikinn listamann í bænum í dag.

Og af því ég tel mig kunna að umgangast mikla listamann ávarpaði ég hann eins og ég taldi rétt:

Maestro!

„Maestro, þakka þér fyrir list þína.“

Þetta var hinn aldraði Rússi Rosdestvenskíj.

Eins og ég hef áður sagt á ég margar hljómplötur með honum þar sem hann stjórnar verkum eftir Sjostakovitsj.

Hann gestastjórnandi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands – stjórnaði henni á frábærum tónleikum síðasta fimmtudag. Í kvöld eru svo aðrir tónleikar þar sem Rostedstvenskíj stjórnar verkum eftir Prokovíev.

Hann segir að Sinfóníuhljómsveitin íslenska sé „ein þeirra bestu í heiminum“.

Það er ekki lítið lof frá svona manni og hlýtur að vera uppörvun fyrir þessa merku menningarstofnun nú þegar hún er að fara að taka skrefið úr Háskólabíói yfir í tónlistarsalinn í Hörpu.

Í framhaldi af því er þess að geta að Ilan Volkov, hinn nýi aðalhjómsveitarstjóri þykir framúrskarandi stjórnandi, hann ætti að vera mjög góður fengur fyrir hljómsveitina og tónlistarlífið á Íslandi. Volkov tekur við stöðunni næsta haust.

Gennady_Rozhdestvensky-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi