Kristján Möller er sjálfum sér líkur.
Vaðlaheiðargöng skulu vera fyrst. Í kjördæmi hans.
Kristján var einn aðalhvatamaðurinn að Héðinsfjarðargöngum, einhverri vitlaustustu vegaframkvæmd á Íslandi.
Svo á að athuga seinna með vegaframkvæmdir á höfuðborgasvæðinu. Sundabraut sjáum við varla í þessu lífi.
Það er reyndar merkilegt sem segir líka í fréttinni að ráðast eigi í stutta vegarkafla hér og þar til að þurfi ekki að fara fram umhverfismat.
Ég sem hélt að Samfylkingin væri umhverfisverndarflokkur. Að náttúran ætti að njóta vafans.
En nei – það eru þá verktakarnir?