Í hvert skipti sem Björgólfur Thor Björgólfsson tekur til máls koma hlutirnir öfugt út.
Þór Saari segir að auðvitað eigi Björgólfur að borga Icesave.
Björgólfi þykir þetta móðgandi. Hann hefur margoft sagt að starfsemi Landsbankans hafi eiginlega ekkert komið sér við – hvað þá hinar taumlausu lánveitingar til hans sjálfs.
Honum þykir sennilega réttara að til dæmis Kári Egilsson, nýorðinn níu ára, borgi brúsann.