New York Times birtir magnaðar loftmyndir af Japan fyrir og eftir jarðskjálftann mikla og flóðbylgjuna ógurlegu.
Það var grísk vinkona mín sem sendi mér þessar myndir, hún er grunnskólakennari – og það fylgdi með að vandamál okkar séu smávægileg miðað við þetta.
En reyndar búum bæði ég og vinkona mín gríska á jarðskjálftasvæðum. Við höfum sem betur fer ekki upplifað svona hamfarir og munum vonandi ekki gera það.