Þetta er spennandi. Gæti orðið einhvern veginn svona.
Það kemur fram frumvarp um fiskveiðistjórnun. Nú er sagt að það sé dagaspursmál hvenær það verður að veruleika.
Um það verða ákafar deilur á þingi og í þjóðfélaginu.
Það verður samþykkt naumlega í þinginu.
Allra augu beinast að Ólafi Ragnari Grímssyni.
Sem skrifar undir lögin eða skrifar ekki undir lögin.
Líklega ekki – sé miðað við hvernig hann hefur tæklað umdeild mál.