fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Okkar skál – Manolis Rasoulis

Egill Helgason
Sunnudaginn 13. mars 2011 23:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppáhaldsþátturinn minn í grísku sjónvarpi heitir Stin ygeia mas – eða einfaldlega Okkar skál.

Þarna kemur fólk saman, borðar, drekkur vín, syngur og dansar. Tónlistin er aðalmálið – stundum tekur gleðin öll völd eins og í þessu myndskeiði þar sem ungir og gamlir syngja saman.

Lagið heitir Ah Ellada s´agapo – það er óður til Grikklands.

Söngvarinn, þessi sjarmerandi gamli maður, er líka höfundur lagsins. Hann hét Manolis Rasoulis, var krítverskt söngvaskáld, rithöfundur og blaðamaður sem fannst látinn í íbúð sinni í Þessaalóníki í gær. Hann lætur eftir sig lög sem margir kunna – og líka texta við lög annarra höfunda eins og Manos Loizos sem er nánast goðsagnakennd persóna í Grikklandi.

En andinn í þessu myndbroti fangar vel gríska lífsgleði – lagið byrjar, fólkið syngur með, svo fara sumir að dansa og loks er það farið að henda blómum. Og þetta má gera í sjónvarpsstúdíói.

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=zz-JHUKClhY&feature=related]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi