fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Viðtalið við Darling

Egill Helgason
Laugardaginn 12. mars 2011 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talsvert rætt um viðtal Sigrúnar Davíðsdóttur við Alistair Darling.

Sigrún var vel undirbúin fyrir viðtalið og spurði spurninganna sem þurfti að spyrja.

Það er heldur ómerkilegt þegar maður les hér á Eyjunni að einhver kurr sé á Ríkisútvarpinu vegna þessa viðtals. Sú staðhæfing er alveg út í hött.

Sigrún er fréttaritari í Lundúnum, þekkir stjórnmálin þar betur en nokkur fréttamaður RÚV – og hefur verið feikilega ötul við að upplýsa mál tengd bankahruninu. Í fyrra fékk hún viðurkenningu sem fréttamaður ársins á RÚV.

En vandinn við viðtalið var sá Alistair Darling virtist ekkert sérlega vel inni í málinu. Hann endurtók í sífellu möntruna um að íslenskir stjórnmálamenn hefðu gefið loðin og léleg svör, en hann þekkti greinilega ekki hin fínni blæbrigði málsins – sem stór hluti íslensku þjóðarinnar þekkir núorðið.

Því virkaði Darling yfirborðslegur og ekkert sérlega traustvekjandi.

Og eins og bent hefur verið á er kannski engin ástæða til að hefja menn eins og hann á stall sem ímynd ráðvendni í alþjóðlegum fjármálum. Það er City í London er einhver stærsta fjármagnsparadís í heimi, hún þrífst undir verndarvæng breskra stjórnmála –  eða er það kannski öfugt – að stjórnmál í Bretlandi séu í eigu fjármálamiðstöðvarinnar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni