Einhvern tíma var uppi fólk sem heyrði Chopin og Liszt spila sjálfa á píanó – hin ódauðlegu verk sem þeir sömdu á 19. öld.
LIzzst varð öldungur og átti marga nemendur, Chopin dó ungur.
Þeir voru eins konar poppstjörnur síns tíma.
Chopin sagði að þetta væri fallegasta melódían sem hann hefði samið – Etýða númer þrjú, ópus 10, oft kölluð Tristesse – eða Sorgin. Nafnið er ekki komið frá Chopin sjálfum.
Lagið hefur verið notað mörgum sinnum í dægurtónlist, af John McCormack, Serge Gainsbourg, Jo Stafford, Sarah Brightman og Jean-Jacques Burnel – sem var í Stranglers.
Melódían er seiðandi, angurvær – rómantísk.
Píanóleikarinn er Valentina Listitsa frá Úkraínu.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=mpiJbQvBP8A&feature=fvwrel]