Þegar ég var í flugstöðinni í Keflavík um daginn hitti ég Gunna Sig, leikara og stórmótmælenda.
Ég var bara að fara til Köben, hann sagðist vera að fara til Tokýó. Ég sagðist öfunda hann – mig hefur alltaf langað til Japan.
Gunni var að fara til Japan með heimildarmyndina sína Maybe I should have.
Ég er ekki viss um að ég öfundi hann núna. Hann er varla í lífshættu, en ástandið í Japan hlýtur að vera þrungið spennu og ótta.
Maður les um þennan feiknarlega jarðskjálfta, á einum stað sá ég að orkan sem hefði verið leyst úr læðingi væri álíka mikil og orkunotkun Bandaríkjanna á heilum mánuði.