fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Robert Cook 1932-2011

Egill Helgason
Föstudaginn 11. mars 2011 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag verður haldin minningarathöfn í Dómkirkjunni um gamlan vin minn, Robert Cook prófessor.

Robert var held ég fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem ég kynntist. Hann fór að koma til Íslands á sjöunda áratugnum og varð vinur foreldra minna.

Sumir erlendra vina þeirra voru þungbúnir og nokkuð einsýnir fræðimenn, en það átti ekki við um Robert. Hann var glaður og skemmtilegur og mér þótti strax gaman að þekkja hann.

Ég var strákur og sýndi honum bækur og blöð sem ég var að lesa á ensku, fyrst tímaritið Mad og seinna man ég eftir að hafa borið undir hann Slaughterhouse 5 eftir Kurt Vonnegut.

Robert tók því öllu með þeirri glaðværð og góðvild sem honum var eðlislæg.

Ég man að mér þótti líka merkilegt að hann skyldi vera frá Betlehem – jú, það var hann, hann var frá hinum fræga stáliðjubæ Betlehem í Pennsylvaníu. Mér skilst að faðir hans hafi verið stjórnandi við eitt stáliðjuverið.

Seinna vorum við samtíða í Kaupmannahöfn um nokkra hríð. Þar fórum við stundum saman á tónleika í Jazzhus Montmartre – það skipti ekki máli þótt milli okkar væru þrír áratugir. Ég man ekki betur en að við höfum séð Dizzy Gillespie saman.

Robert var mikill tónlistarunnandi, lék sjálfur á píanó og var fastagestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Hann var prófessor við Tulaneháskóla í New Orleans, í þessari gróðursælu menningarborg við ósa Mississippifljóts. En svo ákvað hann að flytja til Íslands og varð prófessor í ensku við Háskólann hér. Hann valdi kuldann hér og fámennið, það lýsir ást hans á landi og þjóð og bókmenntum okkar.

Blessuð sé minning Roberts Cook, það var sérstök ánægja að þekkja hann.

557132

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni