fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Krónan veikist

Egill Helgason
Föstudaginn 11. mars 2011 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska krónan hefur sjaldan verið veikari en einmitt nú. Hún hefur veikst um 6 prósent síðasta hálfa árið. Gengi evrunnar hefur hækkað um tíu krónur. Það er 164 krónur í dag.

Sökum þessa er varla furða að verðbólgu gæti í samfélaginu. Það verður ekki bara hægt að kenna kjarasamningum um.

Hitt er svo að við búum við gjaldeyrishöft. Það er í raun Seðlabankinn sem ákveður gengi krónunnar. Því er handstýrt. Nú þykir henta að hafa krónugengið svona lágt til að tryggja afgang af utanríkisviðskiptum og halda niðri neyslu innanlands.

Það er svo aftur spurning hvernig krónan er metin á frjálsum markaði – því sem nú er kallað aflandsmarkaður. Viðskiptin eru reyndar sáralítil en þar hefur verð evrunnar verið á bilinu frá 220 krónum upp í 270 krónur.

Einhver kynni að gera því skóna að krónan ætti að styrkjast þegar ferðamenn streyma hingað í sumar með gjaldeyri. Það er þó sýnd veiði en ekki gefin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni