fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ráðherra segir af sér vegna ritþjófnaðar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. mars 2011 22:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski varnarmálaráðherrann Karl Theodor zu Guttenberg er maður sem hefur flogið hátt í pólitík og ætlaði að fljúga hærra. Hann var talinn mögulegur arftaki Angelu Merkel sem kanslari Þýskalands.

Nú hefur Guttenberg þurft að segja af sér eftir aumkunarvert svindl – og mikinn þrýsting.

Það kom upp úr dúrnum að Guttenberg hafði stolið stórum hlutum úr doktorsritgerð sinni. Helmingur ritgerðar upp á 475 blaðsíður virtist vera kominn úr verkum annarra.

Hann ætlaði hins vegar að hanga á embætti sínu. Blöðin fóru að uppnefna hann Zu Copyberg og Zu Googleberg og meira en 50 þúsund háskólamenn skoruðu á hann að segja af sér.

Merkel hikaði hins vegar þótt háskólinn í Bayreuth svipti hann doktorsnafnbótinni.

Guttenberg, sem hefur loks látið af pólitískum embættum hefur hins vegar sagt að þetta hafi verið „mistök“ – eins og það er nú sennilegt.

guttenberg_sternBarónninn zu Guttenberg hefur verið dálítið eins og poppstjarna í þýskum stjórnmálum, studdur af konu sinni Stephanie sem er Bismarck að ætterni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni