fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ögmundur skipar dómara

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. mars 2011 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagði í viðtali við mig um daginn að einn helsti gallinn á stjórnskipan Íslands væri hvernig farið væri að því að skipa dómara í Hæstarétt.

Kerfið er einfaldlega þannig að dómarar hafa verið handvaldir af ráðherrum. Ráðherrarnir hafa yfirleitt verið úr Sjálfstæðisflokknum.

Nú stendur til að skipa þrjá hæstaréttardómara í viðbót – vegna anna í réttinum. Skipanin verður tímabundin, en gera má ráð fyrir því að þeir sem verða metnir hæfir til að sitja í Hæstarétti í þetta sinn eigi betri möguleika en aðrir að komast þar að.

Nú er það ráðherra úr Vinstri hreyfingunni, grænu framboði sem skipar dómarana. Sjálfur Ögmundur Jónasson. Stjórnmálaskoðanir Ögmundar liggja einhvers staðar á mörkum sósíalisma og anarkisma.

Það verður gaman að sjá hvernig honum tekst til við að skipa nýja dómara og hvaða viðhorf verða ofan á. Það eru náttúrlega áberandi fáar konur í réttinum. Svo er spurning eftir hverju er leitað. Þegar þurfti að skipa frænda Davíðs Oddssonar í réttinn voru notuð þau rök að það þyrfti mann með sérþekkingu í Evrópurétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson hafði sótt námskeið í því í Svíþjóð.

Þannig er náttúrlega hægt að teygja og toga mælistikurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni