fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Erfiðara að komast upp með pólitískar dómararáðningar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. mars 2011 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér var bent á það vegna pistils um dómara að reglum um skipan þeirra hefði verið breytt verulega í fyrra.

Það er sjálfsagt að koma því á framfæri. Þetta var skýrt út fyrir mér með eftirfarandi hætti, en lögin má finna á þessari vefslóð:

„Í hverju felst þessi breyting? Jú, ráðherra verður að fara að tillögu dómnefndar við skipun í embætti dómara, hvort heldur um er að ræða embætti héraðsdómara eða hæstaréttardómara. Auk þess var skipun dómnefndarinnar breytt. Nú er hún skipuð fimm fulltrúum sem eru tilnefndir af Hæstarétti (tveir), dómstólaráði (einn) Lögmannafélagi Íslands (einn) og svo einn af Alþingi, sem er hugsaður þá sem fulltrúi almennings í dómnefndinni. Það er nýmæli.

Vilji ráðherra svo ekki fara eftir rökstuddri tillögu dómnefndarinnar um tiltekinn nafngreindan umsækjanda, verður hann að fara með tillögu um að skipa annan umsækjanda fyrir Alþingi. Þar þarf tillaga ráðherra að hljóta samþykki einfalds meirihluta þings. Þetta er reglan sem fram kemur í nýrri 4. gr. a.

Sem sagt – ráðherra er óheimilt að skipa mann í dómarambætti sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda. Skipunarvald ráðherra var því takmarkað verulega með setningu laga nr. 45/2010.  Ég get líka upplýst að við meðferð frumvarps var mikið um það rætt hvort einfaldur meirihluti Alþingis ætti að duga, eða hvort áskilja ætti samþykki aukins meirihluta þingsins, ef ráðherra vildi leita þangað með sína tillögu. Að lokum var talið að einfaldur meirihluti myndi duga, því kæmi slíkt upp á og ef ráðherra vildi fara gegn rökstuddu dómnefndaráliti fælist í því pólitísk áhætta fyrir viðkomandi ráðherra, auk þess sem aðrir sem með honum sætu í ríkisstjórn og á þingi, yrðu þar með að taka afstöðu, gætu ekki með öðrum orðum ekki setið hjá. Auk þess var talið að ef áskilið væri samþykki 2/3 hluta Alþingis væri hættan sú að allt valdið væri í reynd komið til dómnefndarinnar. Auk þess var líka nokkuð rætt um hvernig skipa ætti fulltrúa almennings, en á endanum var ákveðið að fela Alþingi það hlutverk. Ég held að Guðrún Agnarsdóttir sé sá fulltrúi nú um stundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni