Guardian birtir frétt, sem komin er frá WikiLeaks, um að olíuforði í Saudi Arabíu kunni að vera stórkostlega ofmetinn, jafnvel um 40 prósent.
Þetta eru upplýsingar úr póstum frá bandaríska sendiráðinu í Ryadh.
Saudi Arabía hefur gjarnan aukið olíuframleiðslu sína þegar olíuverð virðist ætla að hækka of mikið.
En nú er hugsanlegt að sá dagur renni upp að eyðimerkurríkið geti þetta ekki lengur.
Og þá er hætta á því að olíuverðið – sem er mjög hátt núna – fari úr böndunum.