Ég er búinn að segja Kára sögur af því hvað fannfergið var mikið í æsku minni. Hvernig við grófum okkur úr húsunum og alla leið í skólann.
Hann trúir ekki orði af því. Það var samt meiri snjór þá.
En svo kom loks almennilegur snjór í Reykjavík – og það var gaman.