Fiachra Gibbons skrifar um írsku kosningarnar í New Statesman og segir að munurinn á flokkunum Fienna Fail og Fine Gail sé eiginlega ósýnilegur í augum útlendinga, en hann sé sá helstur að Fine Gael menn hafi ekki verið jafn góðir í spillingunni og vinahyglinni og þeir í Fianna Fail. Því hafi Fianna Fail gengið betur í kosningum en Fine Gail.
Verkamannaflokkurinn sé stjórnmálaafl til að veita útrás þeim sem haldi að það þurfi – eða standi til – að breyta einhverju.
Hann segir að það gæti hjálpað að hugsa um Írland eins og bút af Suður-Ítalíu sem hafi villst af leið og sé á reki í Atlantshafinu.
Greinarhöfundur bætir því við að það sé þó kostur að Enda Kenny, tilvonandi forsætisráðherra, drekki ekki. Annars sé hann álíka heillandi og poki af mó.
Fiachra Gibbons er ekki trúuð á breytingar – og segir að Fianna Fail, sem átti alla vinina í byggingabransanum og bönkunum sem högnuðust óskaplega í efnahagsbólunni, muni snúa aftur í einhverri mynd þrátt fyrir kosningaósigur.