fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

New Statesman: Meira af því sama á Írlandi

Egill Helgason
Mánudaginn 28. febrúar 2011 23:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiachra Gibbons skrifar um írsku kosningarnar í New Statesman og segir að munurinn á flokkunum Fienna Fail og Fine Gail sé eiginlega ósýnilegur í augum útlendinga, en hann sé sá helstur að Fine Gael menn hafi ekki verið jafn góðir í spillingunni og vinahyglinni og þeir í Fianna Fail. Því hafi Fianna Fail gengið betur í kosningum en Fine Gail.

Verkamannaflokkurinn sé stjórnmálaafl til að veita útrás þeim sem haldi að það þurfi – eða standi til  – að breyta einhverju.

Hann segir að það gæti hjálpað að hugsa um Írland eins og bút af Suður-Ítalíu sem hafi villst af leið og sé á reki í Atlantshafinu.

Greinarhöfundur bætir því við að það sé þó kostur að Enda Kenny, tilvonandi forsætisráðherra, drekki ekki. Annars sé hann álíka heillandi og poki af mó.

Fiachra Gibbons er ekki trúuð á breytingar – og segir að Fianna Fail, sem átti alla vinina í byggingabransanum og bönkunum sem högnuðust óskaplega í efnahagsbólunni, muni snúa aftur í einhverri mynd þrátt fyrir kosningaósigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni