Er að horfa á samklipp úr Óskarsverðlaunahátíðinni í gær.
Kanarnir falla alltaf fyrir því sama. Því sem þeir telja vera ensk fínheit og fágun.
Maður man eftir A Room With A View, The English Patient, Elizabeth, Shakespeare in Love, The Queen – og núna The King´s Speech.
Ágætar myndir sem voru verðlaunaðar á sínum tíma, en hafa samt ekki elst sérlega vel.
Sjáum þó til með Kóngsræðuna – hún er ansi vönduð og fín þótt sagnfræðin sé vafasöm.