Hér skrifar Sigurður Sigurðarson, sem er þekktur ferðamaður, um skjálftavirkni á Reykjanesi og veltir fyrir sér mögulegu eldgosi á svæðinu.
Sigurður segir að draumspakur maður hafi fullyrt við að eldgos muni brjótast út á Krýsuvíkursvæðinu innan skamms.
Ég ætla að geta þess að mig dreymir iðulega að sé farið að gjósa á Reykjanesi. Þetta er einn af þeim draumum sem mig dreymir oftast.
En ég tel mig ekki vera draumspakan.
Síðast þegar mig dreymdi þennan draum var hann með nýju tilbrigði. Þá var hafið gos, en það var ekki hægt að segja fréttir af því vegna þess að Broddi Broddason fannst ekki.