Verðlaunaafhendingar geta verið skrítnar.
Það þarf ekki að efast um að Kristinn Hrafnsson er vel að blaðamannaverðlaunum kominn. Og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er hörku blaðakona.
En að verðlauna fréttastofur Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Morgunblaðsins sameiginlega fyrir fréttaflutning af gosinu í Eyjafjallajökli – það er bara skrítið og hlýtur að gjaldfella blaðamannaverðlaunin.