Það er kannski hægt að orða það svo að hugmynd hafi verið tekin, leidd niður hliðargötu og kyrkt.
Það er stjórnlagaþingið sem hér um ræðir.
Það verður einhvers konar sátt um að kjósa ekki upp á nýtt, heldur að skipa þá sem kjörnir voru í hinni ógiltu kosningu í stjórnlagaráð.
Síðan þegar þetta verður að veruleika er það notað gegn því sem nú heitir stjórnlagaráð.
Sem situr nú í hliðargötunni.