fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Hreyfanlegt fylgi Ólafs Ragnars

Egill Helgason
Föstudaginn 25. febrúar 2011 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakönnun um hvort Ólafur Ragnar Grímsson eigi að bjóða sig fram aftur sýnir að það er langt í frá að hann geti verið viss um að ná endurkjöri.

Þá verður reyndar að taka fram að aldrei í sögunni hefur sterkur frambjóðandi farið gegn sitjandi forseta. Það hefur beinlínis verið talinn dónaskapur. Á því gæti þó orðið breyting, nú þegar forsetinn er orðinn svo virkur í stjórnmálum.

Könnunin segir að um helmingur kjósenda vilji að Ólafur Ragnar bjóði sig fram aftur. Þetta er á tíma þegar hann hefur verið mjög áberandi.

Það er líka greinilegt að fylgið við hann er óstöðugt. Það má gera því skóna að hann hafi skipt um fylgismenn. Þannig nýtur hann núorðið mests fylgis meðal kjósenda Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en minna fylgis meðal kjósenda Samfylkingar og Vinstri grænna. Þessar hreyfingar, sem eru nánast eins og pólskipti, benda til þess að öflugur frambjóðandi gæti kannski fellt forsetann ef hann byði sig fram í fimmta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann