fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Svartsýnn Ron Paul

Egill Helgason
Föstudaginn 11. febrúar 2011 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ron Paul þingmaður er repúblikani, harður hægri maður, en er um leið gagnrýnandi bandaríska kerfisins sem er tekið mark á .

Ron Paul hefur nýlega sagt að Bandaríkin eigi sinn hlut í vandamálunum í Egyptalandi.

„Þetta er hættan við íhlutunarstefnuna í utanríkismálum. Allt í einu erum við stödd í miðju stríði. Nú höfum við verið þarna í 30 ár. Við höfum gefið Mubarak 30 billjónir. Vð eigum okkar sök á glundroðanum þarna,“ sagði Ron Paul á Fox News.

Ron Paul hefur einnig fjallað um hnignun bandaríska heimsveldisins, hann telur að heimsveldistíminn kunni að vera að renna sitt skeið.

Ron Paul telur að atvinnuleysi í Bandaríkjunum sé stórlega vanmetið, það sé nær því að vera 22 prósent.

Ennfremur segir hann í endursögn Mbl.is um skaðann sem hann telur að bandaríski Seðlabankinn hafi valdið með því að dæla peningum inn í hagkerfið:

„Ég held að hann sé ótrúlegur, skaðinn getur orðið svo gríðarlegur og gæti komið af stað miklu áhlaupi á dollarann um allan heim. Við erum á alveg ótroðnum slóðum. Ég held að við eigum eftir að sjá breytingar á efnahagslífinu og þjóðlífinu sem jafnist nærri því við breytinguna sem átti sér stað í sovéska kerfinu. Ég held að þær komi heimsveldi okkar á kné – við munum ekki eiga fyrir velferðarkerfinu og við munum ekki hafa efni á því að gæta hagsmuna annarra í heiminum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“