fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Best að spara stóru orðin

Egill Helgason
Laugardaginn 3. desember 2011 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki í hópi sérstakra aðdáenda mannsins sem kallar sig Gilzenegger. Það sem hann hefur gert vekur ekki áhuga minn. En ég hætti heldur ekki að fletta símaskránni eftir að hann birtist þar.

Og ég hef heldur ekki sérstakan áhuga á sakamáli sem hann er lentur í. Rétt leit yfir nokkrar bloggsíður í gærkvöldi og færslur á Facebook.

Það er eins og karlar og konur telji að hægt sé að gera út um sekt eða sakleysi mannsins á bloggsíðum og Fésinu.

Sem er býsna fráleitt.

Maður veit nákvæmlega ekkert um málavexti – en ég sé ekki að hann sé slík ofurpersóna í íslensku samfélagi að það muni geta fært honum einhverja yfirburðastöðu gagnvart meintu fórnarlambi sínu, ákæruvaldinu eða dómsvaldinu.

Ég er alveg viss um að fjölmiðlafyrirtækið sem hann vinnur hjá mun ekki beita áhrifum sínum í þágu hans – enda vandséð að það geti gerst án þess að fyrirtækið bíði hnekki.

Það er best í þessu tilviki að spara stóru orðin, rannsókn málsins leiðir vonandi sannleikann í ljós, hafi hann nauðgað stúlkunni verður honum vonandi ekki sýnd nein miskunn – og ég myndi ekki veðja á að Gilz eigi mikla framtíð í fjölmiðlum næstu misserin með þetta á bakinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla