Maður veltir fyrir sér eftir uppákomur í stjórnmálum síðustu daga hvort hin pólitíska umræða á Íslandi sé orðin algjörlega kæfandi.
Að það þurfi kannski að opna gluggana, lofta út og fá inn súrefni.
Maður er ekki einu sinni viss að það sé hundi bjóðandi að taka þátt í umræðunni um landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherrann.
Og þó, kannski er það sem heyrist einmitt hundgá?
Traustið á stjórnmálum er í lágmarki, og það er ekki furða – og í sjálfu sér er það mjög varasamt ástand. En með þessu áframhaldi eykst það ekki – og líkurnar aukast á því að þeim þingmönnum sem nú sitja verði mokað út af löggjafaþinginu.