Í Kiljunni í kvöld förum við vestur á firði, á söguslóðir bóka Jóns Kalmans Stefánssonar, þriggja binda verksins sem samanstendur af Himnaríki og helvíti, Harmi englanna og Hjarta mannsins.
Við fjöllum um sögusviðið, tilurð bókanna, persónurnar, stílinn.
Kristín Tómasdóttir segir frá bókinni Stelpur A-Ö, en hún er framhald mikillar metsölubókar sem hún og systir hennar Þóra Tómadóttir gáfu út í fyrra og nefndist einfaldlega Stelpur.
Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson fjalla um þrjár nýútkomnar bækur: Trúir þú á töfra eftir Vigdísi Grímsdóttur, Jarðnæði eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur og Allt með kossi vekur eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.
Og Bragi er náttúrlega á sínum stað.