fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Óráðsía sem borgarbúar greiða fyrir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 29. nóvember 2011 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þennan litla pistil:

— — —

http://silfuregils.eyjan.is/2011/10/20/vidtal-vid-orkuveituforstjora/
Fróðlegt að rifja upp þetta vital núna þegar fréttir berast af verri afkomu OR
(sbr. http://eyjan.is/2011/11/29/enn-hallar-undan-faeti-hja-orkuveitunni/).

Athyglisvert að þegar Bjarni tók við starfinu hafði hann á orði að
hann hygðist ekki ræða fortíðina (þegar gengið var á hann í
kastljósviðtali með það hvort fyrri stjórnendur OR hefðu gert mistök).
Þetta prinsipp hans stóðst ekki til lengdar. Enda erfitt að skýra
klúðrið hjá OR nema að vísa til hreint svakalegra fjárfestigaaðgerða
þar í tíð fyrri stjórnenda.

Það er líka athyglisvert að núna er annar turn OR-hússins tómur og til
útleigu. OR hefur sem sagt komið sér fyrir í einungis öðrum turninum.
Og er efsta hæðin þar samt eiginlega líka tóm (mörg fundarherbergi og
fleira fínerí). Húsið var sem sagt helmingi of stórt (upphaflega stóð
til að OR yrði í öllu húsinu).

Því miður nánast blasir við að vandræði OR eru engan veginn
yfirstaðin. Borgin mun að öllum líkindum þurfa að setja sífellt meira
fé inní fyrirtækið – og/eða gjöld notenda að hækka jafnt og þétt.
Algerlega hrikalegt hvernig farið var með gömlu Hitaveituna og
Rafveituna.

Loks er athyglisvert að LV hefur birt tölur um raforkuverð til
stóriðju. Er ekki tímabært að OR geri hið slíkt sama? M.a. til að menn
sjái svart á hvítu hvort það sé rétt að OR hafi í reynd undirboðið LV
þegar Norðurál var að leita eftir raforku á sínum tíma.. Þetta er
altalað og bendir til þess að þáverandi stjórnendur OR hafi hreinlega
lagt þetta veitufyrirtæki Reykvíkinga undir til þess eins að láta
drauma sína rætast um að eiga viðskipti við stóriðju. Og leyfðu sér
þannig að undirbjóða LV – jafnvel þó svo allir viti að jarðhiti sé mun
áhættusamari og erfiðari virkjunarkostur heldur en vatnsafl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla